1. Skilgreining

 

Seljandi er Kristján Bergsteinsson, kennitala: 2203992-3259, virðisaukaskattsnúmer 115505.

 

Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning.

 

 

1. Upplýsingar

 

Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.

 

Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef að varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn.
Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.

 

 

2. Verð

 

Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega(lokaskref í vefverslun). Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingu o.s.frv. Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu.

 

 

3. Pöntun

 

Pöntun eru bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun í lokaskrefi.

 

Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup, sjá nánar í grein 9.

 

Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef að kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einng ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun.

 

Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem að hægt er að afþakka eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í samræmi við það sem seljandi bauð upp á.

 

 

4. Greiðsla

 

Hægt er að inna greiðslu af hendi með stofnun kröfu í banka, bankamillifærslu, greiðslukorti eða Netgíró. Ef greitt er með greiðslukorti eða skuldfærslu á viðskiptareikning er upphæðin skuldfærð við staðfestingu pöntunarinnar. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni.

 

Ef greitt er með bankamillifærslu eru vörur fráteknar á lager þar til greiðsla berst. Vörur eru fráteknar í 1 dag með tilliti til frídaga, ef millifærsla berst ekki innan þess tíma er pöntun aflýst.

 

Ef valið er að greiða með kröfu í banka er krafan stofnuð samdægurs í innheimtukerfi. Ef krafan er ekki greidd innan 2 daga er fallið frá kaupunum.

 

 

5. Afhending og seinkun

 

Afhendingartími er 7 til 14 dagar. Í einstaka tilfellum er afhendingartími styttri eða lengri. Það er þá tilkynnt með upplýsingum um viðkomandi vöru.

 

Allar skemmdir á vörum af völdum flutnings eru bættar af söluaðila með samskonar vöru. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda.

 

 

6. Yfirferð á vörum

 

Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samvkæmt vörulýsingu og ógallaðar.

 

Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru við afhendingu.

 

 

7. Réttur við galla eða vöntun

 

Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.

 

Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan 14 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit.

 

 

8. Eignarréttur

 

Seldar vörur eru eign seljanda  þar til kaupverð er að fullu greitt.

 

Reikningsviðskipti, greiðslur með ávísunum eða önnur lánaform afnema ekki eignarétt seljanda fyrr en full greiðsla hefur borist.

 

 

 

 

 

Loading..